Harpa bænarinar
Hjónin Marta Sveinsdóttir og útgerðarmaðurinn Guðmundur Jörundsson gáfu bænum listaverkið 1974 þegar minnst var 1100 ára byggðar í landinu. Guðmundur var skyggn og hafði í dularmætti sínum komist í nálægð við „verndarvætt Eyjafjarðarbyggða“ og fyllst svo unaðslegri tilfinningu, þakklæti og hrifningu að æ síðan leitaði hann í listaverki að skyldleika við þessa „stóru og afarfögru veru“ sem birtist honum eitt sinn af brún Vaðlaheiðar og blessaði yfir fjörðinn. Í Hörpu bænarinnar fann Guðmundur loksins fyrir sömu hughrifum og þegar hann sá hina undurfögru veru forðum.